Búrfell í Grímsnesi
Útivistarræktin skellti sér á Búrfell í Grímsnesi 11. júlí. Var þetta eitt Búrfellið í raðgöngu á Búrfell á Íslandi. Mikil þoka var og lítið útsýni. Á leiðinn upp á fjallið þurftum við að þola mikinn ágang mýflugna - öfundaði maður þá sem voru með flugnanet á hausnum og hét ég því að slíkt yrði staðalbúnaður í öllum ferðum hér eftir.
Einhvern veginn tókst mér að glutra niður GPS-ferlinum, en þetta munu hafa verið um 5 kílómetrar á fjórum klukkustundum og hækkun 450 metrar.
Read MoreEinhvern veginn tókst mér að glutra niður GPS-ferlinum, en þetta munu hafa verið um 5 kílómetrar á fjórum klukkustundum og hækkun 450 metrar.