Búrfell í Heiðmörk og Búrfellsgjá
Ég fór með Útivistarræktinni á Búrfell síðasta vetrardag, 18. apríl. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór með Útivistrarræktinni. Við keyrðum inn í Heiðmörk, lögðum í Vífilsstaðahlíð og löbbuðum þaðan. Við gengum eftir Búrfellsgjá sem er hrauntröð sem leiddi okkur að Búrfelli. Við fórum upp á Búrfell og horfðum yfir nágrennið. Við fundum okkur svo laut í nágrenninu og áðum þar áður en haldið var til baka. Á leiðinni skoðuðum við nokkra hella.
Gangan var 5,7 km. og í lok hennar var ég búinn að ganga 100,6 km. með Útivist. Gangan tók 2 klst. og mesta hækkun var 75 m.
Read More