Húsfell
Ég fór með Útivistarræktinni upp á Húsfell 2. maí 2007. Veðrið var, humm, skemmtilegt. Fínt í fyrstu, svo kom slydda, rigning og svo aftur fínt veður. Skemmtileg gönguleið og flott útsýni. Þegar labbað var til baka var að stórum hluta gengið eftir línuvegi. Á leiðinni eru nokkri hellar, 90 metra hellir, Vatnshellir og Rauðshellir. Við stöldruðum aðeins við í Valabóli en þar er smá skógrækt á vegum Farfugla. Á leiðinn til baka var gengið í gegnum skarð milli Helgafells og Valahnúka. Upptök Kaldár taka svo við en þar er vatnsból Hafnfirðinga. Frá vatnsbólinu má greina undirstöður gamallar vatnsleiðslu Hafnfirðinga sem þjónaði þeim milli 1920 og 1950.
Leiðin á að hafa verið 9,7 km. skv. GPS tækinu mínu og hækkun 206 m. Því miður datt tækið úr sambandi í um 30 mínútur. Gangan sjálf tók 3 klst.
Read MoreLeiðin á að hafa verið 9,7 km. skv. GPS tækinu mínu og hækkun 206 m. Því miður datt tækið úr sambandi í um 30 mínútur. Gangan sjálf tók 3 klst.