Hagafell
Útivistarræktin fór á Hagafell miðvikudaginn 14. maí. Við lögðum bílunum við vatnsturn rétt áður en komið er til Grindavíkur. Við héldum svo að Hagafellinu og löbbuðum meðfram því að Gálgaklettum. Þar munu hafa verið hengdir þjófar sem héldu til í Þorbirni. Við fórum svo eftir götu upp á Vatnsheiði og löbbuðum þar á milli gíga. Næst löbbuðum við að Tíunni, helli sem kom í ljós eftir að Caterpillar D-10 jarðýta var næstum farin ofan í hann. Að síðustu var stefnan sett upp á Hagafellið sjálft og horft yfir nágrennið.
Alls gengum við 8 kílómetra á tæpum þremur klukkustundum. Ekki-farastjóri var Ragnar Jóhannesson.
Read MoreAlls gengum við 8 kílómetra á tæpum þremur klukkustundum. Ekki-farastjóri var Ragnar Jóhannesson.