Reykjadalur
Ég fór 27. júní með Útivistarræktinni í Reykjadalinn. Það var labbað alveg inn að Klambragili, svo aðeins til baka og áð þar. María stakk upp á því að tekinn yrði smá krókur á leiðinni til baka, eða upp að sæluhúsi og í Grænsdalinn. Var það góður krókur. Veðrið var milt og gott, smá vindur og rigndi örlítið í leiðarlok.
Leiðin var 10 kílómetrar og fórum við hana á 3 klukkustundum.
Read MoreLeiðin var 10 kílómetrar og fórum við hana á 3 klukkustundum.