Reykjafell
Ég skellti mér með útivistarræktinni 12. september upp á Reykjafell í Mosfellssveit. Það tók hópinn smá tíma að komast á réttann upphafsstað en við vorum það hátt uppi að Ragnar gat leiðbeint fólki í gegnum síma hvort það ætti að beygja til hægri eða vinstri. Gangan hófst um 19.00 og var fyrst farið yfir prílu. Undirlagið undir prílunni var frekar lélegt og hún hafði verið bundin við girðingarstaur til að halda henni réttri. Lítið var eftir að bandinu þannig að þegar ég lagði af stað upp príluna fór hún á stað. Ég fór því í gegnum girðinguna í staðinn. Fyrst var gengið upp á Reykjafellið og að stöplli sem þar stendur og svo var farið á Einbúa sem er lítill hóll. Næst gengum við að Varmánni, eftir henni smáspöl og svo yfir hana. Við fengum okkur kaffi á pallinum á sumarbústað mömmu Ragnars áður en við trítluðum að bílunum.
Þetta voru 5,8 kílómetrar og fórum við þá á rúmum tveimur tímum. Heildarhækkun var um 200 metrar. Veðrið var ágætt en full skýjað fyrir myndatöku.
Read MoreÞetta voru 5,8 kílómetrar og fórum við þá á rúmum tveimur tímum. Heildarhækkun var um 200 metrar. Veðrið var ágætt en full skýjað fyrir myndatöku.