Stóri-Meitill og Litli-Meitill
Ég fór með útivistarræktinni 30. maí upp á Stóra-Meitil og Litla-Meitil. Það mun hafa verið heilt þing sem lagði leið sína upp á meitlana þetta miðvikudagskvöld, eða 63 manns. Hópurinn klofnaði á leiðinn upp á Stórameitil og hittist þar á hæsta punkti og drakk saman kvöldkaffi. Ægir ákvað að taka aukakrók og hljóp allann gígbarm Stórameitils. Svo var haldið milli meitla og upp á Litla-Meitil. Þar var áð um stund og svo haldið niður að bílum. Rétt áður en að bílum kom var mjög brött hlíð og reyndist smámál fyrir suma að finna hentugustu leiðina niður. Ég gerði eins og fífl gera og fór beint niður skriðuna.
Labbið var 7,7 km og tók 3 klukkustundir. Hækkun upp á Stórameitil var 275 metrar. Hækkun upp á Litlameitil var 136 metrar.
Read MoreLabbið var 7,7 km og tók 3 klukkustundir. Hækkun upp á Stórameitil var 275 metrar. Hækkun upp á Litlameitil var 136 metrar.