Vífilsfell
Ég fór með Útivistarræktinni upp á Vífilsfell 4. júlí. Það var mikil traffík upp á Vífilsfellið og á stundum var algjör umferðarsulta. Veðrið var frábært, sól og blíða. Þetta var þriðja skiptið á árinu sem ég fór upp og langbesta veðrið. Fór mánuði áður síðast. Hópurinn æddi áfram og var ekki mikið fyrir að gefa sér pásur, ég lullaði með í rólegheitunum.
Leiðin var 4,3 kílómetrar sem við príluðum á 2 klukkustundum. Hækkunin var 410 metrar.
Read More